Málaraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fjórar annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun. Meginmarkmið með námi í málaraiðn er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að takast á við alla algenga verkþætti iðngreinarinnar, allt frá mati á ástandi flatar og þar til æskilegri lokaáferð er náð. Einnig að útfæra ýmsa sérhæfða verkþætti eins og sandspörtlun bygginga, skrautmálun ýmiss konar, skiltagerð og ýmsar útfærslur á eldra handverki s.s. málun marmara- og viðarlíkinga. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Málarabraut
Samningsbundið iðnnám
Meistaranám í málaraiðn
Iðnmeistaranám skiptist í þrjú námssvið: almennt bóknám, nám í stjórnunar- og rekstrargreinum og fagnám. Umfang námsins er misjafnt eftir iðngreinum. Þetta er gert á grundvelli þess að iðngreinar eru mismunandi að því er varðar umfang í atvinnurekstri. Námsefni er skipað í námsáfanga og einingar eftir umfangi náms. Námi skal ljúka með námsmati, þar með talin prófverkefni og vitnisburðir.
Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 einingum samtals í ensku og Norðulandamáli. Hér fyrir neðan er valin enska.
Vilt þú verða Málari? Fjölbreytilegt og skapandi starf
Fjölbreytni málarans í starfi er afar mikil og vinnustaður síbreytilegur. Stundum er hann innanhúss og þá mest yfir vetrarmánuðina og stundum utanhúss og þá einkum að sjálfsögðu yfir sumarmánuðina. Verkefni málarans eru af ýmsum toga,málun bygginga ýmiskonar um borg og bý,málun skipa og jafnvel virkjana sem er að verða sérgrein innan málarastarfsins. Einnig er hluti af starfi málarans í dag að sandsparsla nýjar byggingar eftir að þær koma úr steypumótunum. Stærsti hluti starfs hins almenna málara felst þó í endurmálun og viðhaldsvinnu,málun skilta og auglýsinga ýmiskonar á t.d. húsgafla,bíla og fl. eru einnig þættir sem málarar tilheyra. Starfið hentar ekki síður stúlkum en piltum og hefur það aukist hin síðari ár að stúlkur leggi málaranám fyrir sig.
Litafræði
Litafræði er einnig stór þáttur í okkar málaranámi og mikil áhersla lögð á að málarinn,þegar hann kemur út á vinnumarkaðinn,sé vel meðvitaður um samsetningu lita,áhrifa þerra og mikilvægi þeirra í okkar daglega lífi. Einnig að málarinn sé í stakk búinn til að aðstoða við litaval sé til hans leitað sem er ekki svo sjaldan. Beinir verkþættir sem kenndir eru í Málaraskólanum eru helstir ýmiskonar sérþættir sem erfitt er að koma við kennslu í úti á vinnumarkaðnum og eru þeir oft þess eðlis að lítið er um framkvæmd þeirra úti á hinum almenna vinnumarkaði í dag.Þetta geta verið þættir er t.d snúa að skiltamálun,spörtlun og lökkun ýmiskonar,línustrikun;skapalonsgerð og yfirfærsla,vinna með efni sem breyta áferð,verklegar æfingar er tengjast lita-formfræði og margt fleira. Öllu þessu samspili,málarameistarans,Málaraskólans annarsvegar og málaranemans hinsvegar,lýkur svo með sveinsprófi að námstímanum loknum.
Vinnulýsingar og mælingar
Þar er tekinn fyrir sá þáttur er snýr að kostnaði við málun og á efni eftir stærð flata og viðkomandi verklýsingu.
Skapandi starf
Næmi fyrir litum og formum svo og handlagni og snyrtimennska eru æskilegir kostir sem góðan málara prýða. Stundvísi,glaðlyndi og skipulagningu eru einnig eiginleikar sem hver góður málari þarf að temja sér,sérstaklega vegna mikillar nálægðar við viðskiptavini oft og tíðum,svo og þeirra fjölbreyttu verksviða sem starfið býður upp á. Listrænir eiginleikar eru þættir sem gera góðan málara að betri málara og er þó oft stutt í listræna tjáningu sem er afar rík í mörgum málurum. Þessir eiginleikar eru þeim málurum nauðsynlegir sem helga sig endurmálun gamalla bygginga,t.d.málun á kirkjum og þessháttar byggingum þar sem mikið er lagt upp úr skreytingum ýmiskonar.
Helstu fagbóklegar greinar eru
Efnisfræði: Farið er í frumgerðir málningarefna og samsetning hinna ýmsu málningartegunda sem málarafaginu tilheyrir. Ennig könnun á þeim efnisflötum sem til málunar koma og val réttra efna hverju sinni
Heilsuvernd og öryggismál
Heilsuvernd og öryggismál er einnig veigamikill þáttur í okkar iðngrein og því rík áhersla lögð á hann í fagkennslunni. Þá er einnig töluverð áhersla lögð á þá þætti er snúa að teikningu og skrift og þar um að ræða hvorutveggja,fríhendisteikningu og staf-og formteikningu.