Skilmálar

Ágæti húseigandi
Nokkuð hefur borið á þeim misskilningi að húseigandi megi ekki upplýsa bjóðendur í verk hver niðurstaða tilboðanna er. Rétt er að benda á að samkvæmt íslenskum staðli nr. 30 þá hafa tilboðsgjafar skýlausan rétt til að vita við hvern er samið að loknu útboði og eins það hver upphæðin er, ekki bara hjá þeim lægsta heldur einnig hjá öllum bjóðendum sem lagt hafa inn tilboð. Hér eru ekki á ferðinni nein trúnaðargögn sem húseigendum ber að halda leyndu, heldur þvert á móti er það forsenda réttláts útboðsmarkaðar að gegnsæi sé um þau tilboð sem verið er að keppa við.

Það skal þó skýrt tekið fram að einungis á að upplýsa um heildarupphæð hvers tilboðs en ekki einstaka einingaverð eða aðra sundurliðum sem vera kann í hverju tilboði.