MÁLARABRAUT
Meistaranám í málaraiðn.
Iðnmeistaranám skiptist í þrjú námssvið: almennt bóknám, nám í stjórnunar- og rekstrargreinum og fagnám. Umfang námsins er misjafnt eftir iðngreinum. Þetta er gert á grundvelli þess að iðngreinar eru mismunandi að því er varðar umfang í atvinnurekstri. Námsefni er skipað í námsáfanga og einingar eftir umfangi náms. Námi skal ljúka með námsmati, þar með talin prófverkefni og vitnisburðir.
Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 einingum samtals í ensku og Norðulandamáli. Hér fyrir neðan er valin enska.
Vilt þú verða Málari? Fjölbreytilegt og skapandi starf
Fjölbreytni málarans í starfi er afar mikil og vinnustaður síbreytilegur. Stundum er hann innanhúss og þá mest yfir vetrarmánuðina og stundum utanhúss og þá einkum að sjálfsögðu yfir sumarmánuðina. Verkefni málarans eru af ýmsum toga,málun bygginga ýmiskonar um borg og bý,málun skipa og jafnvel virkjana sem er að verða sérgrein innan málarastarfsins. Einnig er hluti af starfi málarans í dag að sandsparsla nýjar byggingar eftir að þær koma úr steypumótunum. Stærsti hluti starfs hins almenna málara felst þó í endurmálun og viðhaldsvinnu,málun skilta og auglýsinga ýmiskonar á t.d. húsgafla,bíla og fl. eru einnig þættir sem málarar tilheyra. Starfið hentar ekki síður stúlkum en piltum og hefur það aukist hin síðari ár að stúlkur leggi málaranám fyrir sig.
Vinnulýsingar og mælingar
Þar er tekinn fyrir sá þáttur er snýr að kostnaði við málun og á efni eftir stærð flata og viðkomandi verklýsingu.
Helstu fagbóklegar greinar eru:
Efnisfræði: Farið er í frumgerðir málningarefna og samsetning hinna ýmsu málningartegunda sem málarafaginu tilheyrir. Ennig könnun á þeim efnisflötum sem til málunar koma og val réttra efna hverju sinni