Tilgangur félagsins skyldi m.a. vera að efla samvinnu meðal málarameistara og stuðla að menningu og menntun stéttarinnar, gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna og vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera. Þessi atriði eru í fullu gildi enn þann dag í dag og má því segja að frumherjarnir hafi skynjað þann tilgang sem svona félag þyrfti að hafa með höndum. Og í dag njótum við góðs af störfum þessara félaga okkar og erum þeim innilega þakklátir fyrir.
Ekki er hægt að segja annað en að ötullega hafi verið unnið að hagsmunamálum félagsins frá upphafi og margir menn hafa lagt þar hönd á plóg í hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir félagið. Mannaskipti í stjórn félagsins hafa ekki verið mjög tíð í gegnum árin, því einungis 15 félagar hafa gegnt t.d. formennsku í félaginu frá stofnun þess og þar af hafa 3 af þessum 15 stjórnað félaginu í samtals 48 ár, en það eru þeir Einar Gíslason, fyrsti formaður félagins og jafnframt aðalhvatamaður að stofnun þess, hann gegndi formennsku samtals í 21 ár.
Jón E. Ágústsson samfellt í 10 ár.
Félagið átti aðild að Landassambandi Iðnaðarmanna og Meistara og Verktakasambandi byggingarmanna þar til þau voru lögð niður árið 1993 og í framhaldi voru stofnuð ný heildarsamtök – Samtök iðnaðarins sem er málsvari alls iðnaðar í landinu og gerðist Málarameistarafélag Reykjavíkur aðili að þeim samtökum strax við stofnun þeirra og á sama tíma, þá eftir nokkurt hlé gerðist félagið aðili að V.S.Í . sem í dag heitir Samtök atvinnulífsins.
Árið 1929 var ákveðið að halda verklegt námskeið fyrir nemendur og menn sem höfðu unnið í iðninni fyrir gildistöku laganna um iðju og iðnað. Námskeið þetta mun hafa verið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og luku 6 menn sveinsprófi á þessu námskeiði.